close

 • Að vera trúr Lýðveldinu Póllandi, heimalandi mínu

   

 • PÓLVERJAR Á ÍSLANDI

 • Sögu pólskra þjóðflutninga til Íslands má skipta í fjögur tímabil, en einnig hafa Pólverjar lagt leið sína til Íslands í fornöld, en það voru frekar ferðir tengdar menningu, jarðfræðilegum rannsóknum, eða aðeins ferðalögum. Fyrsta drjúga tímabilið í sögu pólskra þjóðflutninga til Íslands er níundi áratugur tuttugustu aldarinnar, þegar búferlaflutningar var eiginlega stakur og einangraður. Annað töluvert tímabil hófst árið1989 og á þeim tíma hafði flutningur aukist mikið og flestir Pólverjar unnu í frystihúsum. Táknrænt upphaf þriðja tímabilsins var í maí 2006 með opnun íslensks vinnumarkaðar fyrir nýjum aðildarríkjum ESB, sem orsakaði skyndilegt aðstreymi Pólverja, aðallega til byggingarvinnu. Síðasta tímabilið tengist kreppunni, á þeim tíma náði fólksflutningur, og viðheldur enn, neikvæðu gildi.

   

   

  Mjög áberandi persóna í sögu tónlistar á Íslandi var pólski hljómsveitarstjórinn Bohdan Wodiczko.Pólskir þjálfarar hafa gott mannorð á meðal Íslendinga, Bogdan Kowalczyk starfaði á Íslandi (handbolti) og leiddi landsliðið, einnig eru þekktir Andrzej Strejlau og Rafal Ulatowski (fótbolti).

   

  Stanisław J. Bartoszek er höfundur frægrar handbókar til að læra íslensku. Í Póllandi var einnig gefin út íslensk-pólsk orðabók.

   

  Pólland er einnig sýnilegt á Íslandi vegna Prince Polo sem er þekkt undir heitinu Prins Polo og er meðal vinsælustu tegunda sælgætis á eyjunni.

   

  Pólska Karmelklaustrið í Hafnarfirði hefur starfað frá árinu 1984.

   

  Síðan í maí 2008 hefur Aðalræðisskrifstofa Póllands starfað í Reykjavík.

  Print Print Share: