close

 • Að vera trúr Lýðveldinu Póllandi, heimalandi mínu

   

 • FRÉTTIR

 • 9 júní 2017

  Laugardaginn 10. júní kl. 11:30 verður opnuð sýning í Sjóminjasafninu í Reykjavík til að minnast þess að 75 ár eru liðin frá því að pólska flutningaskipið SS Wigry fórst út af Mýrum þann 15 janúar 1942.

  Sýningin nefnist Minning þeirra lifir og mun standa dagana 10. – 30. júní. Á sýningunni verður afhjúpað nýtt líkan af SS Wigry í hlutföllunum 1:100 auk þess sem myndir, blaðagreinar og fleira verður til sýnis. Sýningin er unnin af samtökum Pólverja á Íslandi. Í slysinu fórust 25 manns sem voru í áhöfn skipsins en aðeins tveir komust af, einn Íslendingur og einn Pólverji.

  Samtök Pólverja á Islandi (SPI), Iceland News Polska og pólska Sendiráðið standa fyrir sýningunni í samstarfi við Borgarsögusafn Reykjavíkur en Sjóminjasafnið heyrir undir það.

  Witold Bogdanski er sýningarstjóri sýningarinnar.

  Ókeypis aðgangur!

  Print Print Share: