close

 • Að vera trúr Lýðveldinu Póllandi, heimalandi mínu

   

 • FRÉTTIR

 • 23 október 2017

  Tadeusz Kościuszko var pólskur og bandarískur herforingi. Hann tók þátt í Bandaríska frelsisstríðinu og var æðsti herforingi í þjóðaruppreisn sem nefnd er eftir honum. Hann dó 15. október 1817 í Solothurn í Sviss. Pólska þingið Sejm ákvað að nefna árið 2017 til heiðurs Tadeusz Kosciuszko í tilefni þess að 200 ár eru liðin frá dauðadegi hans.

  Tadeusz Kosciuszko útskrifaðist úr Riddaraskólanum í Varsjá og Konunglega Herskólanum í Versaille fyrir utan París.  Árið 1776, mánuði eftir sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna, kom hann til Bandaríkjanna þar sem hann var gerður að verkfræðingi bandaríska hersins. Hann tók þátt í að víggirða Fíladelfíu. Hann hafði umsjón með byggingu West Point og fékk þessa viðurkenningu frá George Washington. Hann var sendur til Suðurríkjanna að eigin ósk, þar sem hann aðstoðaði Bandaríkjamenn við að vinna í sjáfstæðisbaráttu. Með ákvörðun bandaríska þingsins frá árinu 1783 var hann skipaður herforingi og fékk stóra jörð og þóknun sem hann notaði til að frelsa og mennta þræla af afrískum uppruna.

   

  Hann snéri til Póllands í ágúst 1784 og tók þátt í baráttu um þjóðarfrelsi. Hann var einnig þátttakandi í pólsk-rússnesku stríði árið 1792, flutti í kjölfarið út af pólitískum ástæðum og undirbjó þjóðaruppreisnina.  Þann 24. mars 1794 sór hann pólsku þjóðinni eið á aðaltorginu í Kraká og tók við sem aðalforingi þjóðaruppreisnarinnar. Hann var aðalleiðtogi í þessari tveggja ára uppreisn. Hann særðist 10. október 1794 í orrustu í Maciejowice og var fangaður í Pétursborg en látinn laus eftir að hafa svarið eið á hendur rússneska tsarnum. Hann bjó í Frakklandi á árunum 1798-1815 þar sem hann undirbjó Pólsku hersveitirnar.   

   

  Kosciuszko lést þann 15. október 1817 í Solothurn í Sviss. Hann varð jarðsunginn í kirkju þar og ári seinna voru jarðneskar leifar hans færðar til Kraká og settar í gröf í konunglegri grafhvelfingu í dómkirkju á Wawel hæðinni.  Pólska þingið og UNESCO eru verndarar tilefnisins. Pólskar sendiskrifstofur og Pólverjar erlendis víða um heim skipuleggja hátíðahöld til minningar Tadeusz Kosciuszko. Hægt er að fylgjast með þeim á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #Kosciuszko200.

  Print Print Share: