close

 • Að vera trúr Lýðveldinu Póllandi, heimalandi mínu

   

 • FRÉTTIR

 • 23 október 2018

  Sendiráð Lýðveldisins Póllands í Reykjavík stendur fyrir tveimur nýjum tónlistarkeppnum fyrir íslenska tónlistarnemendur: 1. F. Chopin píanókeppninni og 1. F. Janiewicz fiðlukeppninni. Keppt verður í tveimur flokkum og fara keppnirnar fram í einni umferð.

   

  Fryderic Chopin keppni í píanóleik fyrir börn og ungmenni 18 ára og yngri verður haldin í Reykjavík 30.-31. mars 2019.

   

  ·         1. flokkur, 13 ára og yngri – verkefnalistar: frjálst val – hámark 7 mín. flutningur.

  ·         2. flokkur, 14-18 ára – verkefnalistar: frjálst val – hámark 15-20 mín. flutningur, en skilyrði að spila a.m.k. eitt verk eftir F. Chopin.

   

  Reglur fyrir F.Chopin píanókeppnina í Rkv

   

  Umsókn F.Chopin píanókeppnin

   

   

   Feliks Janiewicz keppni í fiðluleik fyrir börn og ungmenni 18 ára og yngri verður haldin í Reykjavík 30.-31. mars 2019.

   

  ·         1. flokkur, 13 ára og yngri – verkefnalistar: frjálst val – hámark 7 mín. flutningur.

  ·         2. flokkur, 14-18 ára – verkefnalistar: frjálst val – hámark 15 mín. flutningur, en skilyrði að spila a.m.k. eitt verk eftir pólskt tónskáld.

   

  Reglur fyrir F.Janiewicz fiðlukeppnina í Rkv

   

  Umsókn F.Janiewicz fiðlukeppnin

   

   

  Í viðhengi má finna reglur um hvora keppni fyrir sig og umsóknareyðublöð.                        

  Skráningar og fyrirspurnir er hægt að senda á netfangið chopinkeppni@gmail.com

  Print Print Share: