close

 • Að vera trúr Lýðveldinu Póllandi, heimalandi mínu

   

 • FRÉTTIR

 • 7 september 2017

  ’Við skin norðurljósa – Pólsk veggspjöld’ á Íslandi er sambland af sýningum, fyrirlestrum um sögu veggspjaldalistar, vinnustofum og þematengdum sýningum en verkefnið stendur frá september og fram í nóvember 2017 í Reykjavík og á Akureyri.

  Veggspjöld þjóna margs konar tilgangi, þau geta verið boð á viðburði en einnig sem ákall sem skorar á áhorfandann til aðgerða. Litir og myndir á veggspjaldi grípa augu fólks og örva ímyndunaraflið.

   

  Í Póllandi er mikil hefð fyrir gerð veggspjalda. Veggspjaldalist er eitthvað meira en hönnun auglýsinga. Einkennandi þættir veggspjaldsins eru nákvæm tjáning, ljóðrænn stíll og myndlíking. Pólsk veggspjöld koma bæði á óvart með groddalegri framsetningu og húmor en jafnframt eru þau ógnandi með súrrealískum myndlíkingum.

   

  Það sem fjallað hefur verið um sem „Pólski veggspjaldaskólinn“ vekur athygli á tengslum við kynslóð þekktra listamanna sem kom fram á sjónarsviðið á eftirstríðsárunum og skildi eftir sig listrænt mark á samtímalistinni. Frumleiki bæði í  skilaboðum og stíl hafa orðið til þess að  plakötin hafa náð vinsældum, ekki aðeins í Póllandi heldur einnig erlendis. Þróun nýrrar tækni stuðlaði að breytingum á útliti veggspjalda, en engu að síður heldur þessi myndræna framsetning áfram að hafa áhrif á næstu kynslóðir.

   

  Fyrir hönd góðgerðarstofnunarinnar Stowarzyszenie Ogrody Sztuki (Art Garden Association) og Poster Gallery í Krakow viljum við bjóða þér að uppgötva anda pólskra veggspjalda. Taktu þátt í viðburðum okkar á nokkrum stöðum: Listaháskóla Íslands, Borgarbókasafni Reykjavíkur - Menningarmiðstöðvar Gerdubergs, Listasafns Akureyrar, Amtsbókasafns Akureyrar, Kartöflugeymslunni Gallerí, MAk - Menningarfélags Akureyrar og Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík.

   

  Sjáumst þar!

   

  Verkefnið á Íslandi er styrkt af Menntamálaráðuneytinu og Pólland.

   

  Heimasíða og Facebook verkefnisins:

  https://polishposters2017iceland.wordpress.com
  https://www.facebook.com/polishposterproject

  kubica_sebastian_rzez
  kubica_sebastian_turcja
  Polish Posters 2017 Iceland_poster by Miroslaw Ad
  starowicz_monika_posters
  starowicz_monika_tragedy
  zebrowski_leszek_hamlet
  zebrowski_leszek_julia

  Print Print Share: