""
close

 • Að vera trúr Lýðveldinu Póllandi, heimalandi mínu

   

 • PÓLSKIR FERÐAMANNASTAÐIR

 • Varsjá

   

  Höfuðborg Póllands. Borgin er ótrúlega full af andstæðum,

  leyndardómum og uppákomum.

  Borgin þurfti að vera vandlega endurbyggð eftir það mikla tjón unnið var á henni í seinni heimsstyrjöldinni, þar sem 90% af byggingum hennar voru eyðilagðar.

  Nú á dögum er Varsjá stór alþjóðlegur áfangastaður ferðamanna og mikilvæg efnahagsmiðstöð í Mið-Evrópu.

  Varsjá er einnig stærsta og mikilvægasta miðstöð Póllands fyrir æðri menntun. Í kringum borgina eru fleiri en 80 háskólar og aðrar æðri menntastofnanir.

   

  Heimilisföng upplýsingamiðstöðvar ferðamanna

   

   

                   Gamli miðbærinn 

   

   Að ganga um götur gamla bæjarins veitir hvíld frá háværu lífi miðbæjarins. Andrúmsloftið, göturnar, torgin og notaleg kaffihús skapa einstaka sögutilfinningu, og á sumrin verða torgin í gamla bænum leiksvið fyrir tónlistarmenn og leikara og opin gallerí.

   

   

   

  Łazienki Królewskie –höllin og baðgarðurinn

   

   

  Höllin í Łazienki Królewskie ert ein sú fegursta af sínu tagi í Evrópu. Reist á 17. öld, í garðinum eru margar áhugaverðar byggingar og minnismerki. Höllina reisti Stanisław Ágúst Poniatowski - síðasti konungur Póllands og var hún vinsæl fyrir fimmtudagsveislur, sem Stanislaw hélt fyrir menntamenn.

   

   

   

  Menningar- og vísindahöllin

   

   

  Fullgerð árið 1955 sem „gjöf frá Sovétríkjunum“, húsið er ímynd af sósíalista raunsæis arkitektúr. Það er enn hæsta byggingin í Póllandi og uppfyllir hlutverk menningarstöðvar, inniheldur leikhús, söfn, kvikmyndahús og tónleikasal. Hæsti útsýnispallurinn í Varsjá er á 30. hæð og býður upp á framúrskarandi útsýni yfir borgina.

   

   

   

  Þjóðminjasafn

   

   

  Safnið inniheldur stórt safn af sýningum frá fornöld til nútímans. Húsið var byggt á millistríðsárunum. Í seinni heimsstyrjöld voru skartgripir úr Konunglega kastalanum faldir þar. Þar er settur upp fjöldi tímabundinna sýninga með listaverkum frá öllum heimsálfum

   

   

   

   

   

   

   

  Kraká

   

                  Önnur stærsta borg Póllands og fyrrum höfuðborg landsins.

  Kraká er fremsti ferðamannaáfangastaðurinn í Póllandi. Borgin er kölluð menningarleg höfuðborg Póllands. Sjö háskólar eru í Kraká og tuttugu aðrar æðri menntastofnanir. Gera þær Kraká að miðstöð í vísindum og menntun.

   

                  Heimilisföng upplýsingamiðstöðvar ferðamanna

   

  Wawel hæð og gamli konungskastalinn

   

  Heilagur staður fyrir hvern Pólverja og nafntogaður áfangastaður erlendra ferðamanna, er kjarni pólskrar sögu og menningar. Frá 11. öld höfðu konungar Póllands búsetu í kastalanum og þeir voru bæði krýndir og grafnir í Wawel dómkirkjunni. Staðurinn er ekki aðeins yfirfullur af ómetanlegum listaverkum, fjársjóðum byggingarlistar, minjagripum frá fortíð heldur líka fullur af dýrð, göldrum og sögu.

   

   

  Sukiennice

   

   

   

   

   

  Talin elsta verslunarmiðstöð í heimi, núverandi endurreisuppbygging er frá 1555. Inni eru margir matsölubásar, sætar litlar verslanir, kaffihús og blóm, sem umlykja styttuna af Adam Mickiewicz- frægasta skáldi Pólverja

   

   

  Gyðingahverfið Kazimierz

   

   

  Umtalsverður hluti gyðinga í Kraká  flutti í þetta hverfi í lok fimmtándu aldar. Mikilvægasta menningarmiðstöð gyðinga í Póllandi

   

   

  Saltnáman Wieliczka

   

  Eina saltnáman í heiminum sem er varðveitt í svo óspilltu ástandi og er á heimsminjaskrá UNESCO. Hún liggur 135 metra neðanjarðar. Heimsótt af meira en  milljón ferðamönnum á ári.

   

   

   

  Oświęcim

   

   

  Lítillátur bærinn er staðsettur um 50 kílómetra vestur af Kraká. Oświęcim er betur þekktur eftir þýska heiti hans „Auschwitz“. Þar áttu sér stað hryllilegir atburðir. Um 1,5 milljón manns fórst í stærstu útrýmingarbúðum nasista í seinni heimsstyrjöld. Voðalegar sýningar í fyrrum búðunum fá gesti til að endurskoða hugsanir sínar um grundvallarmannréttindi þeirra.

   

   

  Gdańsk

   

   

  Falleg sjávarborgin hefur fengið núverandi mikilfengleika vegna þúsund ára pólsk-þýskrar sögu, með þýðingarmiklum tíma þegar bærinn var mikilvægur meðlimur Hansasambandsins. Leifar þess tíma er einstaktur arkitektúrinn í gamla bænum, þar á meðal stærsta gotneska kirkja í heimi. Gdańsk er heimili Lech Wałęsa. Pólska verkalýðsfélagið Samstaða (Solidarność) sem leiddi til hruns kommúnismans í Austur-Evrópu var stofnað í Gdańsk árið 1980

   

   

                                                                 Heimilisföng upplýsingamiðstöðvar ferðamanna

   

   

   

  Brunnur Neptúnusar

   

   

  Táknrænasta aðdráttaraflið við Długi Targ, vel þekkt tákn borgarinnar. Brunnurinn var hannaður af Abraham van den Blocke og breytingar gerðar í Rococo stíl eftir Johan Stender, Brunnurinn var opnaður árið 1633.

   

   

   

                  Żuraw

   

  Ásamt Neptúnusi er Żuraw tákn borgarinnar. Þetta er stærsti miðaldarhafnarkraninn í Evrópu. Byggingin er frá 1442. Kraninn var notaður til að afferma skip og einnig sem turn og borgarhlið.

   

   

   

  Długi Targ

   

   

  Gatan, sem er hluti af svokallaðri Konunglegu leiðinni (Trakt Królewski), er á milli gylltu og grænu hliðanna og táknar fallegustu göturnar í Gdańsk. þær hafa sama hlutverk og t.d. gamla bærinn í Varsjá eða Kraká. Þau elstu af 84 fjölbýlihúsunum eru frá miðöldum og nánast öll þeirra eru dæmi um hinn sérstakan Gdańsk stíl í arkitektúr

   

   

   

  Westerplatte

   

   

  Þetta er staðurinn þar sem seinni heimsstyrjöld byrjaði þann 1. september 1939 þegar Þjóðverjar hófu skothríð í Gdańsk í Norður-Póllandi.

  Um 200 mjög hugrakkir pólskir hermenn höfðu haldið Þjóðverjum í fjarlægð í sjö daga áður en árásin hófst.

   

   

   

   

   

   

  Malbork

   

   

   

  Malbork er gríðarstór, víggirtur miðaldakastali, byggður á tímabilinu 13.-15. öld af þýskum riddurum (Zakon Krzyżacki). Bygging hófst árið 1278. Í hverju horni kastalans er turn, einkennandi fyrir kastala þýskra riddara. Árið 1280 var klaustrið flutt til Malbork.

  Malbork er talinn vera stærsti gotneski kastalinn í heiminum, hann nær yfir 21 hektara og byggingin er yfir 250.000 fermetrar. Hann er talin stærsta múrsteinsbyggingin byggð af manna höndum. Safnið í kastalanum var opnað árið 1961, það er heimsótt af yfir hálfri milljón gesta frá öllum heimshornum ár hvert.

   

   

   

   

   

   

  Wrocław

   

  Höfuðborg neðri-Sílesíu stjórnumsýslusvæðisins (Dolny Śląsk) hefur gríðarstóran gamlan bæ sem byggður er á nokkrum eyjum sem tengjast með yfir 100 brúm. Fyrir utan einstaka staðsetningu, vekur Wrocław undur með fjölbreyttum arkitektúr  svo sem gotneskum, barokk- og art nouveau arkitektúr. Ýmsar tónlistar- og leikhúsahátíðir, sem og næturlíf borgarinnar, laða að sér ótalda gesti hvaðanæva úr Póllandi og erlendis frá

   

  Heimilisföng upplýsingamiðstöðvar ferðamanna

   

   

   

   

  Łódź

   

   

  Łódź er önnur stærsta pólska borgin, og hefur sitt eigið andrúmsloft. Hún er fræg fyrir textíliðnað sem þróaðist þar frá 19. öld, art nouveau arkitektúr, hávært næturlíf og frægasta pólska kvikmyndaskólann.

  Í kvikmyndaskólanum lærðu bestu pólsku leikstjórarnir, leikararnir og kvikmyndatökumennirnir, meðal annars Andrzej Wajda og Roman Polański.

  Heimilisföng upplýsingamiðstöðvar ferðamanna

  Print Print Share: