close

 • Að vera trúr Lýðveldinu Póllandi, heimalandi mínu

   

 • UPPLÝSINGAR UM PÓLLAND

 •  

  Höfuðborg: Varsjá

  Tungumál: pólska

  Mannfjöldi: 38.511.800

  Gjaldmiðill: pólskt slot PLN

  Aðili að Evrópusambandinu, Atlantshafsbandalaginu og Sameinuðu þjóðunum

  Forsetinn heitir Bronisław Komorowski - kosinn til fimm ára

  Forsætisráðherrann heitir Donald Tusk

   

   

   

  Gjaldmiðill

  Pólski gjaldmiðillinn heitir zloty (zł, PLN). Hægt er að skipta gjaldmiðli í bönkum eða á skiptistöðum (Kantor). Almennt er tekið við kreditkortum í Póllandi, en litlar verslanir og blaðasalar í strjálbýli taka aðeins við reiðufé.

  Upplýsingar um gengi gjaldmiðilsins má nálgast á vefsíðu Þjóðbanka Póllands: http://www.nbp.pl/

   

  Ferðaskilríki

  Pólland er, eins og Ísland, aðildarríki Schengen samstarfsins. Þess vegna þarf aðeins að sýna persónuskilríki til að ferðast til Póllands. Þó svo að vegabréfaskoðun sé almennt ekki framkvæmd við landamæri þegar fólk ferðast innan Schengen-svæðisins getur það þó lent í handahófsskoðun.

   

   

  Dvalarleyfi

   

  Útlendingur sem vill dvelja í Póllandi til lengri tíma ætti að snúa sér til viðeigandi sýslumanns (Wojewoda), þar sem hann eða hún býr eða þar sem hann eða hún ætlar að búa í Póllandi, til að gefa út dvalarleyfi fyrir tiltekinn tíma. Ef útlendingur er utan Póllands, getur hann eða hún sótt um hjá viðkomandi sýslumanni í gegnum pólsku aðalræðismannsskrifstofuna.

   

   

   

  Flug

  Flugvöllurinn Okęcie í Varsjá býður upp á beina tenging við fimmtíu borgir í meira en þrjátíu löndum, í og utan Evrópu. Alþjóðlegar tengingar eru einnig í boði frá flugvöllum í Gdańsk, Katowice, Łódź, Poznań, Szczecin, Wrocław og Kraká. Helsta pólska flugfélagið er LOT Polish Airlines (www.lot.com).

  Stærstu flugfélögin eins og Lufthansa, British Airways, KLM eða Air France bjóða einnig upp á flug frá Póllandi.

   

  Flugfélögin Iceland Express og WOW bjóða upp á beina tengingu milli Keflavíkur og Varsjá eða Kraká.

  http://www.icelandexpress.is/

  http://wowair.is/

   

   

  Flugvellir í Póllandi

   

   

  Varsjá  -  Okęcie

                -   Modlin

  Kraká  -  Balice

  Gdańsk  - im.Lecha Walesy

  Poznań  -  Ławica

  Wrocław  -  Copernicus

  Łódź  -  im. Władysława Reymonta

   

   

   

   

  Bíll

   

  Pólland hefur hægri umferð.

   

  Hraðatakmarkanir á vegum:

  Þéttbýli- 50 km/ klst.

  Fyrir utan þéttbýli- 90 km/ klst.

  Hraðbraut - 130 km/ klst.

   

  Ökumenn og farþegar eru skyldugir til hafa öryggisbelti spennt, bæði í fram-og aftursætum. Börn að 12 ára aldri verða að ferðast í sérstökum löggiltum barnabílstólum.

   

  Í Póllandi er bannað að nota farsíma án handfrjáls búnaðar.

   

  Hámarks leyfilegt áfengismagn í blóði ökumanns er 0,2‰.

   

  Allar þekktustu bílaleigurnar , eins og Avis, Budget og Hertz hafa starfsemi í Póllandi.

   

   

   

  Almenningssamgöngur

   

   

  Almenningssamgöngur virka vel í stærri borgum: í boði eru rútur, sporvagnar, og neðanjarðarlest í Varsjá.

   

  Strætisvagnar og sporvagnar ganga mjög oft og biðtími er ekki lengri en 20 mínútur. Vagnar ganga frá 5 á morgnana til 11 á kvöldin.

  Hér getur þú fundið upplýsingar um miðaverð og tímaáætlanir:

  Varsjá: www.ztm.waw.pl

  Kraká: www.mpk.krakow.pl

  Gdańsk: www.zkm.pl

  Jarðlestakerfið inniheldur aðeins eina línu og heitir Metro Warszwskie. Áætlun má finna á vefsíðunni:

  http://www.metro.waw.pl/

   

   

  Leigubílar

   

  Leigubílar eru í boði í flestum borgum. Hægt er að panta þá í gegnum síma.

  Nokkur dæmi um fyrirtæki:

  Varsjá: http://www.infotaxi.org/poland_taxi/warsaw_taxi.htm

  Kraká: http://taxi-cracow.com/en.htm

  Gdańsk: http://neptuntaxi.pl/?lang=en

  Poznań: http://www.taxicaller.com/country/pl/Poznań_taxi.php

  Wrocław: http://www.Wrocław-online.eu/6,Order_Taxi_service_in_Wrocław.htm

  Łódź: http://www.taxicaller.com/country/pl/-odz_taxi.php

   

   

  Loftslag

  Pólska loftslagið er temprað og svipað og annars staðar á meginlandi Evrópu. Fjórar árstíðir eru í Póllandi. Á veturna liggur snjór í 4 til 8 vikur. Hitastig sveimar almennt milli -20 og 5°C. Margir vetrardagarnir eru dimmir og þungbúnir. Kaldasti mánuðurinn er janúar.

  Sumrin eru hlý og meðalhitastig er sjaldan undir 25°C. Vor og haust eru frekar stutt þar sem umskipti milli sumars og vetrar gerist nokkuð fljótt.

  Hraði vinds er frá 2 til 10 m/s. Sterkir og mjög sterkir vindar koma á ströndina sem veldur stormum, líka í fjöllum þar sem vindhraði getur verið yfir 30 m/s.

   

   

  Heilbrigðiskerfi

   

  Ríkisborgarar annarra ríkja verða að borga þegar þeir nota læknisþjónustu í Póllandi. Þess vegna er mælt með því að kaupa ferðatryggingu fyrir ferðalag sitt til Póllands.

  Íslendingar eiga, samkvæmt samræmdum reglugerðum EES, rétt á ókeypis læknisþjónustu innan opinbera heilbrigðiskerfis Póllands á meðan dvöl þeirra í Póllandi stendur yfir. Slík þjónusta fæst ef aðilar eiga Evrópska sjúkratryggingakortið (EHIC).

  Hægt er að sækja um Evrópska sjúkratryggingakortið á vefsíðunni: https://huld.tr.is/ehic/index.jsp

   

   

   

   

   

  Neyðartilvik

   

  Sé um slys, meiðsli, barnsfæðingu, skyndileg veikinda eða skyndilega versnandi heilsufar að ræða, verður maður að hringja á sjúkrabíl eða farið beint á sjúkrahús. Sjúkraflutningur er ókeypis í slíkum tilvikum.

  Neyðarlína:

   úr heimasíma 999

   úr farsíma 112

   

  Heimilisföng sjúkrahúsa

  Varsjá, Kraká, Gdańsk, Poznań, Wrocław, Łódź

   

   

  Háíiðir í Póllandi

   

   

  Í Póllandi allar helgar og hátíðir eru frídagar. Mikilvægastir hátiðir eru:

   

  Dagurinn fyrstu pólsku stjórnarskrá 3. maí

  Þjóðhátíðardagur Póllands, 11. nóvember

  Þjóðhátíð, 15. ágúst

  Jólin

  Páskar

   

   

  Skemmtanalíf

   

   

  Allar upplýsingar um skemmtistaði, eins og : bíó, leikhús, bari, tónleikasali, klúbba, spilavíti eða keilusali, má finna hér:

   

  Varsjá:

  http://www.warsawtour.pl/en/kultura-i-rozrywka.html

  Kraká:

  http://www.cracow-life.com/poland/krakow-nightlife

  Gdańsk:

  http://www.Gdańsk-life.com/poland/Gdańsk-nightlife

  Poznań:

  http://www.Poznań-life.com/Poznań/nightlife

  Wrocław

  http://www.Wrocław-life.com/Wrocław/nightlife

  Łódź

  http://www.virtualtourist.com/travel/Europe/Poland/Wojewodztwo_Łódźkie/Łódź-487247/Nightlife-Łódź-TG-C-1.html

   

   

   

   

  Verslun

   

   

  Stærstu verslunarmiðstöðvar Póllands

  Varsjá:

  Złote tarasy, Arkadia, Blue City, Galeria Mokotow, Galeria Ursynów, Galeria Bemowo, Wola Park, Janki, Warszawa Wilenska, Fort Wola, Atrium Reduta

  Kraká

  Bonarka City Centre, Galeria Kazimierz, Galeria Krakowska

  Gdańsk

  Galeria Baltycka, Familia, Rental Park

  Poznań

  Stary Browar, Malta, Plaza , Marcelin

  Wrocław

  Magnolia Park, Galeria Dominikańska, Bielany,

  Łódź

  Manufaktura, Galeria Łódźka, Port Łódź,

   

   

  Matargerð

   

   

  Dæmigerðar máltíðir eru mjög veglegar og innihalda mikið af kjöti, sérstaklega svínakjöti. Algengir réttir eru: bigos (súrkál og kjöt), barszcz (rauðrófusúpa), żurek (rúgsúpa), kotlet schabowy (svínakóteletta í brauðmolum), pierogi (soðkökur), flaki (vömb) og gołąbki (fyllt kálblöð).

   

   

  Dæmigert verð fyrir kotlet schabowy með meðlæti er 30zl, (1000ISK) og fyrir hamborgara er 10zl (370ISK)

   

   

  Veitingastaðir sem bjóða upp á dæmigerðan pólskan mat:

   

   

  Sami Swoi- (Poznań, Varsjá, Katowice, Wrocław)

   http://www.samiswoi-krawczyk.com.pl/

  Raz na wozie- (Łódź)

  http://www.intersolar.com.pl/adresy_karczm.php

  Polka- (Varsjá)

  http://www.restauracjapolka.pl/zelazowa-wola

  Dom Polski- (Varsjá)

  http://www.restauracjadompolski.pl/

  Polskie Jadlo- (Kraká)

  http://www.polskiejadlo.com.pl/

  Swojski Smak- (Gdańsk, Gdynia)

  http://www.swojskismak.pl/

   

  Veitingahúsakeðjur eins og McDonald, Subway, KFC , Dominos starfa einnig í Póllandi.

   

  Merki: Pólland

  Print Print Share: